Íslenskar lífslindir og lífsstíll


Umheiminn skortir lífsnauðsynjar sem Ísland á ofgnótt af.

Þurfum við samt að biðla til umheimsins um björgun?

Hvernig viljum við lifa?


 Heiminn skortir lífsnauðsynjar
Hvarvetna í heiminum í dag er vaxandi eftirspurn eftir eftirfarandi gæðum, sem eru megingrundvöllur mannlífs: Mat, ferskvatni, orku og ræktunarlandi. Á mörgum stöðum er nú þegar skortur á þessum lífsnauðsynjum. Lönd, þar sem þéttbýli er mikið og skortur er á þessum þáttum auk landrýmis, hafa m.a. tekið upp á því að leigja ræktanleg landsvæði í öðrum löndum til að framleiða matvörur fyrir eigin heimamarkað til að anna þörfinni þar. Dæmi um það er Suður-Kórea sem leigt hefur stór landsvæði á Madagaskar til langs tíma til ræktunar.


 Ísland á ofgnótt lífsnauðsynja
Ísland er aftur á móti afar vel sett að þessu leyti og í mörgu öðru tilliti. Þar er til ofgnótt ferskvatns, raforku og ónýttra möguleika til raforkuöflunar. Þar er fyrirliggjandi þekking og afkastageta fyrir framleiðslu á miklu meira magni af matvörum en þjóðin getur torgað, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Ræktanlegt land og landrými er ríkulegt og pláss er fyrir miklu fleiri íbúa en núverandi fjölda. Þar að auki hefur stjórnarfarið almennt verið stöðugt, séð í alþjóðlegu samhengi, og öryggi þegnanna hefur sömuleiðis verið gott félagslega séð og með því besta í heimi. Þá eru ótalin ýmis önnur gæði landsins, eins og t.d. tiltölulega hreint loft, ýmsir einstæðir kostir fyrir ferðaþjónustu, lega landsins gagnvart nýjum siglingaleiðum í norðri og margt fleira. 


 Ísland þarf ekki að biðla til umheimsins
Þegar öll þessi grundvallaratriði eru skoðuð í heild og í samanburði við aðstæður annarra landa, bæði í Evrópu og Ameríku, að ekki sé talað um Afríku og Asíu, blasir eftirfarandi staða við: Ísland á yfir að ráða ofgnótt náttúruauðlinda á þeim sviðum sem lífsnauðsynleg eru íbúum jarðar til daglegs lífs, þ.e. drykkjarvatn, matvörur og orku, auk möguleika á að auka framleiðslu á þessum vörum margfalt frá því sem nú er til útflutnings.


 Umheimurinn mun biðla til Íslands
Til lengri tíma litið getur heimsmarkaðsverð á þessum afurðum aðeins farið hækkandi vegna vaxandi eftirspurnar erlendis, til bóta fyrir viðskiptakjör landsins og þar með hagsbóta fyrir þjóðina. Það er því ekki furða, eins og nú er ástatt, að lönd í t.d. Evrópu fýsi að fá Ísland í félag við sig til að komast í nánara samband við lífslindir þess.


 Heimanmundur og undirlægjuháttur
Þegar staða landsins er að styrkjast stórkostlega hvað þessi atriði varðar má spyrja sig hvort einmitt þá sé viturlegast að kasta þessum auði eins og heimanmundi og í undirlægjuhætti upp í gráðugt ginið á soltnum og þyrstum og óprúttnum viðskiptablokkum sem á móti bjóða eitthvað allt annað en ómengaðar lífslindir; Allt vegna misskilnings Íslendinga á aðstæðum og samningsstöðu sinni! 
 
Íslendingar þurfa ekki að óttast framtíðina
Íslendingar þurfa ekki, til lengri tíma litið, að óttast skort á innflutningsvörum, eins og olíu fyrir fiskiskip sín og landbúnaðartæki né aðra tengda hluti til að halda framleiðslukerfi sínu og samgönguneti gangandi. Útflutningsverðmæti landsins mun fyllilega standa undir slíkum grundvallarvörum og þjónustu erlendis frá. Útlönd verða háðari Íslandi en Ísland þeim og samningsstaða landsins því sterk og batnandi. Þá eru ótaldar hugsanlegar olíuauðlindir við landið og vinnsla þeirra í náinni framtíð, sem væru bara bónus við það sem framar er talið.


 Spurning um lifnaðarhætti og lífsstíl
Háð því hvernig mál þróast og hvaða stefna verður tekin af Íslendingum á þessum sviðum þá munu lifnaðarhættir og lífsstíll landsmanna í framtíðinni vissulega mótast af því. Ætlum við að láta það ráðast af umhverfinu og hagsmunum annarra þjóða, eða ætlum við að ráða vegferð okkar og framtíðarhag sjálf, t.d. með meiri áherslu á sjálfbærni við nýtingu landsins gæða en hingað til?
Áður en við hugsanlega óskum eftir inngöngu í viðskiptablokkir skulum við að minnsta kosti gera okkur grein fyrir raunverulegu verðmæti auðlinda og möguleika okkar í framtíðinni og vega og meta mismunandi valkosti varðandi lifnaðarhætti og lífsstíl og stöðu okkar í samfélagi þjóðanna í því ljósi.

Kristinn Snævar Jónsson

 
Casino Las Vegas Instant Play True Free Credit Report Read About Tramadol Online Casino Games Generic Viagra Soma Online Without A Prescription The Best Online Blackjack Games Online Casino Gambling No Deposit Casino Website The Largest Poker Room